Icelandic

Hér langar mér að skrifa sögu mína og í hverju ég lenti í eftir að ég átti fallegu dóttir mína. Þetta er mín barátta sem ég mun sigra en hún hefur og mun kosta sitt. Fyrir ykkur sem lendið í svipuðu, þá er það mín einlæg von að þessi saga komi til hjálpar því ég hefði viljað fá hjálp sem slíka þegar ég var að byrja mína þrautargöngu.

Ashermans heilkenni getur myndsat eftir útskröpun, sér í lagi í konum sem eru nýbúnar að eiga barn. Einkennin geta verið fallin, eða mjög augljós eins og í mínu tilfelli. Sumar konur byrja á blæðingum, þó litlum á meðan aðrar byrja ekki en fá samt alltaf túrverki á þeim tíma sem blæðingar ættu að vera. Og það sem mér fannst hræðilegast hversu hlutfallið er hátt, sér í lagi hjá þeim konum sem eru nýbúnar að eiga barn. Allt af 40% líkur að þú fáir Ashermans heilkenni. Ashermans heilkenni eru samgróningar sem myndast í legiholi. Samgróningarnir geta verið það slæmir að legið fellur saman (samanofið) en í raun eru til mörg stig af þessu heilkenni þar sem 4 stigið er hið eiginlega Ashermans.

Fullt af upplýsingum er að finna á eftirfarandi vefslóð: ashermans.org

Ég mæli með að allir sem hafa farið í aðgerð á legi (útskrap, keisara, etc.) og finna fyrir breytingum á blæðingum láti tjékka á sér og það sem meira er vanda valið þegar kemur að því.

Hér er mín saga, en sem komið er...

Aðfaranótt 19. Febrúar 2012 missti ég vatnið og þá lá leið beint uppá sjúkrahús. Þegar þangað var komið var ég komin með 4 í útvíkkun og send heim þar sem allt leit vel út. Ljósmóðirin sagði mér að hvíla mig og koma aftur um morguninn. Auðvitað gat ég það ekki þannig kl. 06:30 fórum við saman ég og maðurinn minn aftur uppá sjúkrahús, létum skrá okkur inn og höfðum samband við mömmu. Allt gekk eins og í sögu, útvíkkunin var regluleg, ég andaði eins og ég hafði verið í yoga allt mitt líf og kl. 11 um morgunin sagði ljósmóðurinn við mig að barnið yrði komið öðru hvoru megin við hádegi. Það gekk hins vegar ekki eftir þar sem samdrættirnir duttu niður og þar sem hjartslátturinn var orðin smá veikur var kallað í fæðingarlækni og mér gefið drip. Ég fann þó aldrei fyrir áhyggjum þar sem ég treysti lækninum og ljósmóðirinni 100%. En allt endaði þetta vel þar sem ég fæddi litlu prinsessuna mína kl. 13:19 eftir að hún hafði verið kreist út! Fæðingarlæknirinn var greinilega öllu vanur og í stað þess að nota sogklukku (var búið að ákveða að ná í hana) ákvað hann að leggjast frekar ofaná mig og ýta barninu út. Það var sjúklega vont en þess virði þar sem barnið hentist í heiminn. Innan við klst etir fæðinguna, fæddi ég síðan fylgjuna. Fylgjan var eitt af því sem ég var búin að vera hve mest stressuð yfir alla meðgönguna, engin skildi mig þar sem þetta er eitthvað sem er svo ofur eðlileg. Ég var því fegin þegar hún var komin út og það heil (fyrstu mistökin, hún var ekki heil).

Strax eftir að ég fæddi dóttir mína, fann ég fyrir verk í hægri mjöðminni. Verkurinn ágerðist eftir því sem dagarnir liðu og var komin í vinstri mjöðmina einnig. Ljósmæðurnar sögðu mér að þetta væri trúlega klemmd taug, eitthvað sem gæti komið við fæðingu og að ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. Ásamt því að geta varla gengið, var blæðingin/úthreinsunin skrýtin. Eðlilega á hún að minnka með hverri vikunni og þó það geti tekið allt upp að 6 vikum þá á hún að minnka verulega eftir ca. 3. En þar sem það er allur gangur á þessu voru allir í kringum mig voða rólegir. Meira segja sagði yfirljósmóðirinn við mig að ég þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu þar sem það væri allur gangur á þessu. Orðrétt sagði hún að sumum konum blæddi út í heilar 6 vikur! (lygi nr. 2, úthreinsunin á að minnka við hverra vikuna og þarna hefði hún átt að kveikja á hvað var í gangi). En ég ákvað samt að hafa samband við kvennsjúkdómalæknirinn minn, sá sama og var viðstaddur fæðinguna. Þegar ég hef samband við hann voru liðnar 3 ½ vika frá fæðingu og hann sagði mér að koma strax og sjá sig þar sem honum grunaði hvað þetta gæti verið. Ég man ennþá hversu vonbrigðin ég var þegar hann segir mér þá full af hormónum að það sé ennþá smá biti eftir að fylgjunni inní leginu á mér. Eitthvað sem ég hafði hatað alla meðgönguna og fætt að ég hélt, var ennþá inní leginu. Á þeim tímapunkti var ekki gaman að vera ég. Læknirinn sagði mér að við yrðum að fjarlægja þetta með útskröpun svo ég mundi ekki enda með sýkingu í leginu. Hann seti mig á sýklalyf og nokkrum dögum síðar (15. Mars 2012) framkvæmdi hann á mér útskaf/útskröpun. Hann sagði mér að aðgerðin væri gamalgrófin og tæki innan við 10 mínútur í framkvæmd. Hann mundi skrapa á mér legið með sköfu og fjarlægja fylgjubútan (lygi nr. 3 og sú dýrkeyptasta, þetta er jú gamal grófin aðgerð EN eftir fæðingu er legið mjög viðkvæmt og ég tala nú ekki um ef konur eru með barn á brjósti, þá eru mjög miklar líkur (>25%) á að myndist samgrófningar í legi eftir AÐGERÐINA, fáviti.). Ég var hin ánægðasta þegar ég vaknaði og fann að mér leið nú eitthvað betur í mjöðmunum. Mér var einnig sagt að gæta þess vel að ef ég fyndi fyrir óþæginum, kæmi vond lykt með úthreinsunni og að ef ég fengi hita þyrfti ég að láta strax vita, þar sem það er alltaf sýkingarhætta af öllum aðgerðum. Ég átti svo að koma viku seinna í eftirskoðun hjá viðkomandi lækni. Ég man að mér fannst þó skrítið hversu jöfn og hversu lítið úthreinsunin minnkaði með hverjum deginum en pældi samt voða lítið í því þar sem mér leið vel og ég fékk enga aðra fylgikvilla, auk þess datt mér ekki í hug að þurfa endurtaka þetta ógeð. En vonbrigðin dundu yfir mér viku síðar. En var ennþá eitthvað eftir af fylgjunni inní leginu á mér og því var mér kastað beint aftur í útskröpun til þess að fjarlægja bútan (21. Mars 2012). Ég grét og grét og mér leið hræðilega. Ég vildi þetta út. Þetta var byrjað að hafa bæði áhrif á líkamlega sem og andlega heilsu mína svo sé ekki talað um litla barni mitt sem var rétt að skríða í 4 vikna aldur. (ATH. eftir því sem útskröp í legi fjölgar svona skömmu eftir barnsburð, aukast líkurnar á að minndist samgróningar til muna, eða > 40%, FÁVITI). Hins vegar eftir seinni aðgerðina leið mér strax betur og eftir að ég fór í seinna eftirlit hjá lækninum 2 dögum eftir aðgerðina var ég hrópandi glöð. Allt var farið og legið á mér leit vel út (lygi nr. 4, nei það var ekki alltí lagi með legið á mér og það er ekki hægt að sjá það með sónar! Fávitið í öðru).

Tíminn leið og verkurinn í mjöðmunum á mér hvarf, eins og læknirinn sagði mér að mundi gerst. Ég vildi hins vegar ólm láta hann senda mig til sjúkraþjálfara þar sem ég hélt að ég mundi alltaf vera svona. Gæti aldrei farið út að hlaupa eða dansað. En viku eftir aðgerðina leið mér eins og annarri manneskju. Þannig að ég naut þess bara að vera mamma í fæðingarorlofi með litla barninu mínu. Læknirinn setti mig svo á brjóstapilluna og ég byrjaði að njóta þess að vera til.

Í nóvember sama ár ákveð ég hins vegar að nú væri komið nóg af þessari brjóstapillugleypiríi og hafði samband við læknirinn minn til þess að setja mig á venjulega pillu þar sem ég ætlaði að bíða aðeins áður en ég yrði ólétt aftur. Ég fór til hans í skoðun stuttu síðar og hann skoðar á mér legið, segir að legslíman væri byrjuð að þykkna (lesist, nei hún var þunn og hann talaði í cm! en legslíman er hve mest 10-12 mm) þannig ég mætti alveg byrja að taka venjulega pillu og byrja á blæðingum eins og venjulega kona. Hann sagði mér þó að taka nýju pilluna strax deginum eftir að ég hafði lokið við pilluspjaldið, ekki bíða eftir blæðingunum eins og maður gerir svona oftast þegar maður byrjar á pillunni. Ég fer að hans ráðum og eftir að ég hef lokið við pilluspjaldið á venjulegu pillunni beið ég spennt eftir blæðingunum. Hins vegar komu þær aldrei (fyrstu vonbrigðin). Ég fékk túrverki í marga daga en aldrei komu blæðingarnar. Ég ákvað því að hafa samband aftur við minn læknir og hann sagði mér að hafa engar áhyggjur, þetta væri svo ofur eðlilegt, ég væri ennþá með dömuna á brjósti (hætti með hana rétt fyrir jól, þá 2 vikum áður en ég átti að byrja á blæðingum skv. pillunni) og njóta þess bara. Hann meira segja sagði að ég væri ein af þeim heppnu og ætti bara að hafa samband við sig þegar færi að koma eggjahljóð í mig (LYGI nr. 100, ég var með náttúrulega getnaðarvörn uppí mér og tæknilega ófrjó).

Ok hugsaði ég með mér og byrja á nýju pilluspjaldi eftir að hið svo kallaða pilluhlé var búið. Allt kom fyrir ekki og í öðru pilluhlénu komu engar blæðingar. Þar sem ég er manneskja sem vill hafa hlutina á hreinu ákvað ég að hafa aftur samband við lækninn. Jú, honum fannst þetta eitthvað skrítið og biður mig að koma til sín. Ég þurfi hugsanlega bara að fá hormónatöflur til þess að framkalla blæðingar. Það sé vel þekkt eftir að kona sé búin að vera með barn á brjósti. Ég man þegar ég fór til hans sagði ég við hann, hvort það væri eitthver möguleiki á að þetta tengdist eittthvað útskröpunni sem ég þurfti að fara í eftir fæðingu, þá strax fékk ég að heyra að það væri útilokað þar sem ég fékk enga sýkingu (já það mætti halda að maðurinn hafi verið á lyfjum).

Ok flott, ég fór á hormónatöflur í 15 daga (átti reyndar að taka þær í 25 daga en þar sem ég gat ekki leyst allt út í einu, tók ég þær í 15 daga). Eftir þessa 15 daga átti ég svo að bíða í 3-4 daga og þá átti ég að byrja á blæðingum. Jú ég fékk túrverki en engar blæðingar (og aftur vonbrigði og bið!). Þannig enn og aftur hef ég samband við læknirinn minn og hann boðar mig til sín (þetta var í Mars 2013). Honum fannst nú slímhimnan ekkert voðalega þykk og ákvað að taka blóðprufur til öryggis og láta kanna hormónastatusinn á mér, enn og aftur spyr ég hann hvort þetta gæti tengdst útskröpunni. Aftur þvertók hann fyrir það þar sem ég fékk enga sýkingu (ja hérna...).

Þarna var ég alveg að tapa gleðinni. Hvert var ég komin eiginlega...en jújú ég var send í blóðprufu og eftir helgina sagði læknirinn að allt liti vel út en til öryggis ætli hann að ráðfæra sig við annan lækni. Daginn eftir hringir hann í mig og segist hafa talað við algeran reynslubolta og hann vildi að ég færi á annan hormónakúr svona til þess að „testa“ mig. Ég átti að taka hormónatöflur í 12 daga sem byggja upp slímhimnuna, þá ætti ég að láta skoða á mér slímhimnuna og taka svo í framhaldi af því aðrar hormónatöflur sem ættu að brjóta hana niður og framkalla blæðingar. Og ég spyr, en ef ég byrja ekki á blæðingum eftir þennan svokallaða prufukúr? „Nú þá erum við í vondum málum“, sagði læknirinn (já var það ekki). Shit, þarna var ég alveg orðin alger taugahrúa...en OK, hann hlýtur að vita hvað hann er að segja, en er nú læknir. Það sem kannski hræddi mig mest þarna var það að ég fann hversu mikið læknirinn minn breytist eftir að hann hafði ráðfært sig við annan læknir. Það var greinilega eitthvað að. Ég man ég minnstist enn og aftur á útskröpunina og í stað þess að gefa mér sama svarið aftur og aftur, fór hann að tala um að ég hafði nátturulega verið nýbúin að eiga barn, þá væri legið á mér viðkvæmara, etc. OK, þetta var greinilega út af útskröpunni! Shit, eitthvað sem mér hafði verið búið að gruna allan tíman (Bjáni!).

Eftir að ég hafði lokið við 12 daga af fyrri hormónatöflunum hitti ég svo læknirinn minn og hann sagði að jú slímhimnan væri nú búin að þykkna aðeins og þetta liti nú bara vel út. Þannig ég held áfram á hormónum og hann boðar mig síðan til sín 12 dögum síðar, degi eftir að ég klára seinni hormónakúrinn. Slímhimnan var komin uppí 4,8 mm og jú hann hefði nú vilja sjá hana aðeins þykkri en samt liti þetta bara vel út. Hann sagði mér að það gætu liðið svona 3-4 dagar og þá mundi hinar langþráðu blæðingar birtast! Mér hlakkaði bara til. Hann vildi líka að ég mundi hringja í sig þegar þær byrjuðu. Ok, þannig ég beið og beið, dagur 2 leið, dagur 3 og dagur 4 og aldrei neinar blæðingar. Á degi 3 fékk ég miklar blæðingarverki en engar blæðingar. Ég læt hann vita og hann sagði mér að þetta hlyti að gerast og gaf þessu 2 daga til viðbótar. Bað mig svo að vera í bandi við sig. Já ég var komin með einkasímann hans og mátti þess vegna hringja að kvöldi til. Allt kom fyrir ekki og engar blæðingar komu. Ég læt hann vita og hann sagði að hann færi ekki lengra með mig og ráðlagði mér að hafa samband við viðkomandi lækni sem hann ráðfærði sig við. Ég var brotin. Ég var öðruvísi og alls ekki venjuleg. Og það sem meira en var, kannski var ég bara orðin ófrjó. Mér hefur aldrei á ævinni liðið eins illa. Og þarna var ég bara hrædd. Reiðin átti eftir að koma.

Ég hafði samband við viðkomandi lækni sem vildi fá mig til sín, rúmri viku síðar. Hann skoðaði mig og sagði að það væri vökvi/tíðablóð inní leginu á mér sem væri nú samt bara góðar fréttir því það þýddi að legið á mér væri opið. Frá því að ég var send til þessa læknis og áður en ég hitti hann var ég náttúrulega búin að liggja á netinu og googla eins og ég fengi borgað fyrir það. Og það sem ég fann var alls ekki eitthvað sem átti eftir að láta mér líða betur. Ég fann fullt af reynslusögum frá konum sem voru hreinlega að skrifa um mig, konur sem fóru í útskröpun og fengu síðan aldrei blæðingar.Ashermans heilkenni. En ég fann líka margar greinar birtar af læknum sem skrifuðu um þetta. Það sem mér fannst samt skrýtið að þegar ég leitaði á íslenskum síðum fann ég ekkert. Ekki neitt. Þannig í raun vissi ég hvað var að mér áður en ég fór til viðkomandi læknis. Ég vissi bara ekki hversu slæmt þetta liti út. Þessi læknir sem ég fór til, er sérfræðingur í frjósemi kvenna, einn sá helsti á landinu, þannig ég hlaut nú að vera í góðum höndum (já ég vissi ekki betur á þeim tíma). Hann ákvað að senda mig í röntgenmyndatöku á legholi til þess að staðfesta og greina hugsanlega samgróninga. Hann hefði betur sleppt því, þar sem ekki var hægt að framkvæma á mér myndartökuna þar sem leghálsinn á mér var lokaður. Ég hafði því aftur samband við viðkomandi sérfræðing og hann vildi gera á mér legholsspeglun til þess að komast nú í botn í þessu (hann var alveg furðu lostinn). Þann 21. Maí 2013 var ég send í legholsspeglun til hans. Ég var svo ánægð, nú hlyti ég að fá eitthvern botn í þessu og fá að vita hversu slæmt þetta hreinlega liti út. En nei...þegar ég vaknaði úr svæfingunni tjáði sá sami læknir mér að hann hefði því miður gert gat á legið á mér og gat því ekki gert á mér speglun, þannig hann ákvað að setja mig aftur að sama hormónakúrinn og seinast og vonandi mundi ég byrja á blæðingum. Ha! Gat...hann sagði mér að hafa engar áhyggjur af þessu gati þar sem það mundi gróa á nó tím eins og hann orðaði það! Hann sagðist einnig hafa fundið smá fyrirstöðu neðst í leginu, ekki í leghálsinum sjálfum sem hann losaði um (að hann hélt). Í framhaldi ákvað hann að byrja að spegla mig en fór þá því miður of langt og gerði gat á legið...gaman. Þannig ég var send heim 40 þúsund krónum fátækari með fulla pakka af hormónalyfjum sem ég átti að gleypa inn næsta mánuðinn. Hann var samt mjög bjartsýnn að ég mundi nú loksins byrja á blæðingum. Ég beið í rúmlea 4 vikur og aldrei komu blæðingarnar. Á þessum tímapunkti var með nóg boðið. Ég var búin að ganga á milli lækna, borga óheyrilega mikinn pening í ekki neitt! Þannig að frænka mín tók málin í sýnar hendur og hafði samband við læknir sem hún þekkti vel til og sagði henni mínar farir ekki sléttar. Í millitíðinni var ég búin að lesa nær yfir mig á netinu og vegna hjálpar þess rak ég mig á einn færasta læknir í þessum fræðum í Evrópu og hafði samband við hann. Ég sagði honum mína sögu og hann svarði mér um leið. Sagðist geta hjálpað mér ef ég vildi. Ok ég var allavega komin með „Plan B“. Eftir að frænka mín hafði samband við, viðkomandi lækni ákvað ég að fara til hennar þar sem hún sagðist alveg vita hvernig væri í pottinn búin og að þetta væri nokkuð algengt! Já var það ekki. Ég fer til hennar 2. Júlí 2013 og sat inní hjá henni í nær 2 klst. Sagði henni alla mína sögu og skóf ekkert utan af því. Eftir miklar umræður og SVÖR, já ég fékk svör frá þessari konu, vildi hún fá að skoða mig í sónar. Við blasti þykk og heilbrigð slímhúð og leg sem leit út fyrir að vera bara nokkuð heilbrigt. Bjarsýni skein úr augum hennar þegar hún sagði mér að hún VILDI frá að spegla mig og fjarlægja samgróningana EF ég vildi leyfa henni það. Hún sagði einnig að ef hún gæti ekki lagaði þetta (sem henni þætti nú frekar ótrúlegt þar sem þetta leit út fyrir að vera mjög meðfærilegt) þá skildi hún senda mig persónulega til Þýskalands til vinar míns og fylgja mér alveg eftir þegar heim væri komið. Hún sagði að það liti út fyrir að það væru aðeins samgrófningar við botnin á leginu (þó svo auðvitað sagði ómskoðunin aðeins hálfa söguna) en allt annað væri eðlilegt. Hún vildi fá mig í speglun 25. Júlí 2013 og EF hún sægi ekki fram á að laga þetta myndi hún loka mér á staðnum og shipa mig út. Ok þarna var ég allavega komin til konu sem vildi hjálpa mér og það fær læknir. Ég gekk því full bjartsýni inní sumarið og fór að undirbúa mig andlega og líkmlega fyrir stærstu aðgerð lífs míns. En nei, enn einu sinni brást heilbrigðiskerfið mér. Tveim dögum fyrir aðgerð fékk ég símtal frá viðkomandi spítala sem speglunin átti að vera framkvæmd um að því miður væri bara ekki pláss fyrir mig þannig að spegluninni yrði seinkað fram í september. OK, gott og blessað það eru fullt af veikum konum sem þurfa að leggjast inn en ég set mig í forgang og ég gerði það þegar ég tók bestu ákvörðun hingað til í þessari baráttu. Ég ákvað að leita hjálpar hjá sérfræðingi, A-lista sérfræðingi í þessum geira. Eins og áður sagði var ég búin að lesa yfir mig á netinu um þetta tiltekna heilkenni sem hrjáir svona fáar konur (u nei, þetta er mun algengar en haldið er) og fann stuðningshóp á netinu. OK, undir vengjulegum kringumstæðum þá skrái ég mig bara ekki inní eitthvern stuðningshóp en sem betur fer gerði ég það! Það hefur bjargað geðheilsunni og já hjálpaði mér að taka bestu ákvörðun lífs míns. Innan þessa hóps eru konur sem hafa allar fengið þetta og hafa allar sögu að segja. Innan þessa hóps er líka nefnd sem vinnur með þeim allra færustu læknum í þessum geira. Og það sem meira er að allir (líka læknar) mælast með að maður leiti til sérfræðings þar sem þetta er svo vand með farið ástand. Þannig að ég gaf skíti í Ísland og pantaði tíma hjá einu helsta sérfræðing í heiminum sem staðsettur er í Þýskalandi (sá sami og ég hafði haft samband við áður). Ég á því pantaða tíma hjá lækninum um miðjan ágúst og er full bjarsýni.

Ég mun skrifa uppfærslu á minni sögu þegar ég hef fengið bót við þessu því ég skal komast yfir þetta!

Kv. María

International Ashermans Association

This book is dedicated to telling stories of women who were given no hope by their doctors but ended up with babies. 

Click here to order your copy of the silent syndrome @$14.99.

Conditions of third party use

Contents from this website may be reprinted only under the condition that the content is credited to International Ashermans Association and a URL link i.e.  http://www.ashermans.org/ 
is included.